Andrés Davíðsson, PGA golfkennari, mun verða félagsmönnum GKG innan handar vegna kennslu í sumar á æfingasvæði GKG. Andrés hefur langa reynslu af golfkennslu og hefur  hjálpað byrjendum sem og lengra komnum að ná betri tökum á leiknum. Andrés hefur m.a. þjálfað Birgi Leif Hafþórsson undanfarin ár. Til að fá upplýsingar um verð og tímapantanir er best að hafa beint samband við Andrés í síma 868 3345 eða senda honum tölvupóst á golfkennarinn yahoo@com.