Í gær lauk sterku alþjóðlegu móti í Ungverjalandi þar sem GKG átti þrjá unga og efnilega keppendur. Um var að ræða European Young Masters, sem er mót fyrir 16 ára og yngri. Alls kepptu 26 þjóðir, tveir piltar og tvær stúlkur frá hverju landi. Fyrir hönd Íslands kepptu Egill Ragnar Gunnarsson, Aron Snær Júlíusson og Gunnhildur Kristjánsdóttir, öll úr GKG. Einnig keppti Sara Margrét Hinriksdóttir úr GK. GSÍ sendi keppendurna á mótið fyrir Íslands hönd og voru þau öll landi og þjóð til sóma.
Keppt var á Royal Balaton vellinum í Ungverjalandi, sem þykir mjög erfiður þar sem mikið er um vatnstorfærur. Hér fyrir neðan má sjá árangur keppenda, en nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.
33 HINRIKSDOTTIR, Sara Margret 83 82 80 245
T50 KRISTJANSDOTTIR, Gunnhildur 94 86 95 275
T30 JULIUSSON, Aron Snaer 79 79 80 238
45 GUNNARSSON, Egill Ragnar 83 86 83 252