Kvennasveit GKG 2011

Búið er að velja sveitir fyrir sveitakeppni eldri kylfinga.

Karlasveit GKG leikur að þessu sinni í 2. deild og keppt er á Víkurvelli í Stykkishólmi 17.-19. ágúst. Eftirtaldir skipa sveitina: Andrés I. Guðmundsson, Gunnar Árnason, Tómas Jónsson, Hlöðver Sigurgeir Guðnason, Ragnar Geir Hilmarsson og Kjartan Guðjónsson,  sem jafnframt er liðsstjóri.

Kvennasveitin leikur í 1. deild á Flúðum. Eftirtaldar skipa sveitina: María Málfríður Guðnadóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Ólöf Ásgeirsdóttir, Sigríður Olgeirsdóttir. Liðsstjóri er Áslaug Sigurðardóttir

GKG óskar sveitunum góðs gengis í þessari skemmtilegu keppni!