GKG verður bráðum 20 ára!
Áttu flottar myndir?
Kanntu frá einhverju skemmtilegu að segja?
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, var stofnaður 24. mars 1994 og fagnar því 20 ára afmælinu vorið 2014.
Af þessu tilefni er nú unnið að því að skrá sögu klúbbsins í 20 ár, allt frá aðdraganda að stofnun hans og fram á þennan dag.
Leitað er til félaga GKG sem gætu lagt til áhugavert efni í þessu sambandi. Er hér einkum átt við ljósmyndir og frásagnir, sem tengjast golfinu í klúbbnum.
Við teljum víst að margir félagar eigi áhugaverðar myndir eða kunni skemmtilegar sögur frá liðnum tíma, sem tengjast sögu og starfsemi klúbbsins. Þess vegna biðjum við alla þá sem hafa í fórum sínum myndir, sögur eða eitthvað annað skemmtilegt, sem borið hefur fyrir augu eða eyru frá þessum tíma, að hafa samband við einhvern undirritaðra.
Einnig má koma efni til Guðrúnar á skrifstofu GKG, gudrun@gkg.is, sími 565-7037
Með fyrirfram þakklæti og golfkveðjum
Gunnlaugur, gullis@internet.is, sími 866-5340,
Guðmundur, gudmol@gmail.com, sími 897-1924
Hákon, hakonsig@simnet.is, sími 893-6499