Um helgina fór fram uppskeruhátíð GSÍ í höfuðstöðvum Eimskipafélagsins þar sem kylfingar mótaraðanna fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn á tímabilinu. Uppskera okkar fólks var frábær, sérstaklega unglinganna, en árangur þeirra hefur aldrei verið jafn glæsilegur. Með því að smella hér er hægt að skoða áranguryfirlit fyrir Meistaraflokk, Unglingaflokka og Öldunga, fyrir árið 2012.

Ragnar Már Garðarsson, fékk sérstaka viðurkenningu, en hann var valinn Efnilegasti pilturinn af Afreksnefnd GSÍ, en hjá stúlkunum hlaut Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili sömu viðurkenningu.

Myndir frá lokahófinu er hægt að sjá hér.

Hér fyrir neðan má sjá þá kylfinga sem hlutu verðlaun fyrir árangur sinn á stigalista Arionbanka mótaröðinni.

Stigalisti Arionbanka mótaraðar:

1 Ragnar Már Garðarsson 17-18 ára piltar
2 Emil Þór Ragnarsson 17-18 ára piltar
2 Aron Snær Júlíusson 15-16 ára piltar
3 Óðinn Þór Ríkharðsson 15-16 ára piltar
2 Gunnhildur Kristjánsdóttir  15-16 ára stúlkur
3 Særós Eva Óskarsdóttir 17-18 ára stúlkur

Stigalisti Áskorendamótaraðar:

1  Jökull Schiöth, Piltaflokkur 17-18 ára:
3  Þórhildur K. Ásgeirsdóttir, Telpnaflokkur 15-16 ára
1  Freydís Eiríksdóttir, Stelpuflokkur 14 ára og yngri
3  Elísabet Ágústsdóttir, Stelpuflokkur 14 ára og yngri

Við getum verið afar stolt af árangrinum, sem og framkomu okkar keppniskylfinga, innan vallar sem utan. Framtíðin er svo sannarlega björt.

Áfram GKG!

Með bestu kveðju,

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG