Ragnar Már Garðarsson lék ágætis golf í dag á Junior Orange Bowl mótinu, en hann lék á 74 höggum og bætti sig annan daginn í röð um fjögur högg. Spilamennskan var stöðugri í dag en fyrstu tvo dagana, en hann fékk fjóra skolla og lauk síðan hringnum með fugli á átjándu. Gaman að sjá að Ragnar er að finna taktinn betur, en bermúdagrasið og aðstæður í Miami eru vissulega ólíkar því sem hann þekkir hér heima.
Ragnar er sem stendur í 55. sæti þegar einn hringur er eftir, en stöðuna má sjá hér.