Í dag 5 apríl voru malbikaðir tæpir 470 metrar á vellinum. malbikaðir voru stígarnir við 15 teigana og 6 teigana á mýrinni. Einnig var malbikaður stígurinn á frá 15 flöt og upp á 16 teigana.

Í gær hófst vinna við stíginn frá 1 flöt og alla leið fram á 3 braut, þetta er lengsti samfeldi stígurinn á vellinum eða um 530 metrar.

Vallarkveðja

Guðmundur Árni Gunnarsson

Vallarstjóri GKG