Nýliðanámskeið, sem átti að hefjast í dag, hefur verið frestað vegna veðurs, en veðrið ætlar að reyna á golf-þolinmæðina okkar.
Það er því skynsamlegt að fresta um viku, þ.e. verklega tímanum og spilakennslunni. Hinsvegar verður reglufundurinn á sínum tíma og innandyra í skálanum á miðvikudag kl. 20. Ný dagskrá er svohljóðandi:

5. júní 20-22 Reglufræðsla
11. júní 17 – 19 Verkleg kennsla í stutta spili, pútt og vipp
13. júní 17 – 19 Spilakennsla

Við stöndum þetta veður af okkur, sólin og blíðan fer alveg að koma:)