Góð þátttaka var í Niðjamóti GKG en 34 lið voru skráð til leiks, allur ágóði af mótinu fer í ferðasjóð barna- og unglingastarfsins. Leikfyrirkomulagið er Greensome þar sem ættliðirnir spila saman. Mikil stemming er í mótinu og endurspeglar það þann fjölskylduanda sem við viljum að ríki í klúbbnum.

Úrslitin urðu sem hér segir:

1. sæti á 40 punktum

Þórir Gunnarsson og Gunnar Jónsson

2. sæti á 39 punktum

Starkaður Sigurðsson og Kjartan Guðjónsson

3. sæti á 39 punktum

Guðbjartur Örn Gunnarsson og Egill Ragnar Gunnarsson