Ein af okkar efnilegri stúlkum í GKG, Elísabet Ágústsdóttir, var að ljúka keppni í Sarasota Junior City Championship sem haldin var á Bobby Jones Golf Complex vellinum í Sarasota í Flórída.  Hún spilaði fyrri hringinn á 83 höggum og seinni hringinn á 78 höggum í gær.  Hún lauk keppni í öðru sæti á 161 höggi, aðeins einu höggi á eftir sigurveranum. Flottur árangur hjá Elísabetu.

Nánari upplýsingar um mótið og úrslit er að finna hér.