Áætlun um starf kvennanefndar GKG sumarið 2013

Home/Fréttir/Áætlun um starf kvennanefndar GKG sumarið 2013

Áætlun um starf kvennanefndar GKG sumarið 2013

Ný kvennanefnd hefur tekið til starfa, sjá skipun hennar hér að neðan. Starf kvennanefndar sumarið 2013 verður með nokkuð hefðbundnum hætti. Kvennaklúbburinn verður með fasta golftíma alla þriðjudaga frá 21. maí til 3. sept., rástímar eru frá kl. 17:00 – 18:50. Í sumar munum við almennt leika 9 holur á þriðjudögum og leikum því í Mýrinni. Þær konur sem óska að spila saman 18 holur á Leirdalnum 2. og 4. þriðjudag í hverjum mánuði þurfa að skrá sig tímanlega. Í mótum leikum við 18 holur og spilum Leirdalinn að undanskildum mótunum 28. maí og 27. ágúst 2013. Konur skrá sig í þriðjudagstímana með því að senda tölvupóst á gkg@gkg.is eða hringja í skálann til að skrá sig, s: 897-7773 og 565-7373. Gæta verður að því að skrákt., grunnforgjöf og vallarforgjöf. Hægt verður að skrá sig á miðvikudegi eftir hádegi til hádegis á leikdag (þriðjudag). Fjórar konur verða saman í holli og tvær skulu vera með grunnforgjöf að 28 og tvær yfir 28. Eins og áður er kvennanefndin með þessu að leitast við að samræma þrjú sjónarmið, þ.e. að konur ráði að einhverju marki með hverri þær spili, reynsla þeirra sem lengra eru komnar skili sér til þeirra sem eru styttra komnar og þá er einnig haft í huga mikilvægi þess að leikhraði okkar verði til fyrirmyndar.

Greitt er fyrir þátttöku í mótum á Vífilsstaðavellinum til m.a. að standa undir kostnaði við verðlaun fyrir árangur og verður gjaldið kr. 1.500, að undanskildu Sólstöðumótinu og mótsgjald á mótinu 28. maí verður kr. 1.000. Þá greiða GKGkonur ekki mótsgjald á Leirdalnum í vinkvennamóti GKG- og GOkvenna. Við þurfum að greiða kr. 3.500 vallargjald á Urriðavelli þegar við förum þangað og þær greiða kr. 3.500 þegar að þær spila hjá okkur. Þátttökugjald í mótum í Mýrinni og á Leirdalnum verður unnt að greiða í gegnum heimabanka inn á reikning kvennaklúbbsins eða með peningum og verður það tilkynnt nánar fyrir hvert mót. Sami háttur verður með verðlaun á hatta- og kjólamótinu og síðast, þ.e. að hver kona komi með lítinn pakka að verðmæti um kr. 1.000 -1.500. Sérstök athygli er vakin á því að óvissuferðin er nú á miðvikudegi þann 7. ágúst nk.

Móta- og skemmtidagskrá kvennaklúbbsins sumarið 2013:

Föstudaginn 10. maí                         Rauðvínskvöldið

            Þriðjudaginn 21. maí                        Fyrsti golfleikdagur  

            Þriðjudaginn 28. maí                        9 holu þriðjudagsmót, Mýrin

            Þriðjudagurinn11. júní                     Vinkvennamót GKG og GO, Leirdalurinn

            Miðvikudaginn 19. júní                    Vinkvennamót GO og GKG, Urriðavöllur

            Föstudagskvöldið 21. júní                Opið sólstöðumót kvenna, Leirdalurinn

            Þriðjudaginn 23. júlí                         18 holu þriðjudagsmót, Leirdalurinn          

            Miðvikudaginn 7. ágúst                   Óvissuferð

            Þriðjudaginn 27. ágúst                     Hatta- og kjólamót, Mýrin

            Sunnudaginn 8. september               Lokamót kvennaklúbbsins, Leirdalurinn

 

Fastir golftímar kvenna alla þriðjudaga kl. 17:00-18:50.

Í mótslok fyrirhugaðra móta verður verðlaunaafhending í skála. Lokamót verður sunnudaginn 8. september og verða þá afhent afreksverðlaun til þeirrar konu sem náð hefur flestum punktum yfir sumarið samkvæmt innlögðum skorkortum í skipulögðum leiktíma kvennaklúbbsins og framangreindum mótum. Til grundvallar eru lögð fimm bestu skorkortin á 9 holum. Munið að skila inn skorkortum í sérmerktan kassa kvennaklúbbsins með nafni, kt. og grunnforgjöf.

Við munum leitast við að koma fréttum úr starfinu á heimasíðu GKG og myndum á myndasíðu klúbbsins.

Við hefjum tímabilið með hinu árlega “Rauðvínskvöldi” kvennaklúbbsins og verður það eins og að framan greinir föstudaginn 10. maí í golfskálanum.

Kvennanefnd áskilur sér rétt til breytinga á ofanrituðu skipulagi ef nauðsyn krefur.

Kvennanefnd skipa:

Bergþóra Sigmundsdóttir, formaður sími: 565-6529 og 691-0633, bergthora@syslumenn.is

Sesselja Magnea Matthíasdóttir, varaformaður sími: 848-7171, sesselja@syslumenn.is

Bryndís Hinriksdóttir, sími: 695-0268, binna@torg.is

Sóley Stefánsdóttir, sími: 616-1419, gumodd@gmail.com

Hildur Pálmadóttir, sími: 894-1424, hildur.palma@simnet.is

Linda B. Pétursdóttir, sími: 861-2939, linda.bjorg.petursdottir@reykjavik.is

Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, sími: 893-7969, rosa.margret@simnet.is

Með golfkveðju
Garðabæ 12. apríl 2013
f.h. kvennanefndar

Bergþóra Sigmundsdóttir
Sesselja Magnea Matthíasdóttir

By |18.04.2013|