Aðalfundur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar var haldinn í gær mánudagskvöldið 29. nóvember í golfkskálanum við Vífilsstaði. Um 60 félagar sátu fundinn.
Lögð var fram skýrsla stjórnar og ársreikningur klúbbsins og voru þær samþykktar samhljóða.
Rekstur klúbbsins var mjög góður á árinu og skilaði reksturinn hagnaði kr. 23.211.115,- og voru skuldir klúbbsins lækkaðar um 30,7 milljónir.
Stjórnin lagði til óbreytt árgjöld fyrir komandi ár og samþykkti aðalfundur það. Inntökugjald sem fellt var tímabundið niður kemur aftur á næsta ári og verður það kr. 15.000 á félaga á aldrinum 20 – 66 ára.
Guðmundur Oddsson var endurkjörinn formaður klúbbsins. Bergþóra Sigmundsfóttir, Kristinn Jörundsson og Símon Kristjánsson voru endurkjörin til tveggja ára í aðalstjórn. Í varastjórn til eins árs voru kjörin þau Gunnar Páll Þórisson, Jónína Pálsdóttir og Heimir Guðjónsson.
Á fundinum var samþykkt umhverfisstefna GKG (sjá síðu 29 í ársskýrslunni).
Hægt er að skoða ársskýrslu klúbbsins á heimasíðu hans www.gkg.is undir kaflanum skjöl, eða fylgja meðfylgjandi slóð.
https://gkg.is/index.php?option=com_phocadownload&view=category&id=27:2010&Itemid=76