Aðalfundur GKG fyrir starfsárið 2015 verður haldinn í félagsheimili Breiðabliks, Smáranum, Dalsmára 5, miðvikudaginn 2. desember kl. 20:00.

Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG:

  1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  4. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  5. Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
  6. Kosning formanns til eins árs.
  7. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs.
  8. Kosning tveggja endurskoðenda.
  9. Önnur mál.

Stjórn GKG