Aðalfundur GKG fyrir starfsárið 2015 verður haldinn í félagsheimili Breiðabliks, Smáranum, Dalsmára 5, miðvikudaginn 2. desember kl. 20:00.
Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG:
- Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
- Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
- Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
- Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
- Kosning formanns til eins árs.
- Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs.
- Kosning tveggja endurskoðenda.
- Önnur mál.
Stjórn GKG