Aðalfundur GKG verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl 20:00. Í ljósi samkomubanns verður fundurinn með rafrænum hætti þetta árið, munum við senda ítarlegar leiðbeiningar í næstu viku.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

  • Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  • Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  • Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
  • Kosning formanns til eins árs.
  • Kosning fjögurra meðstjórnenda til tveggja ára
  • Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags. 9. Önnur mál.

 

Eftirfarandi lagabreyting verður lögð fyrir fundinn:

  1. grein er í dag:

Stjórn klúbbsins er skipuð 9 mönnum. Formaður skal kjörinn sérstakri kosningu til eins árs í senn. Þá skulu kosnir 4 meðstjórnendur til tveggja ára á hverjum aðalfundi.

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skal stjórn velja sér varaformann, ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Stjórn er ályktunarhæf ef minnst 5 stjórnarmenn sækja fund.

Kjósa skal félaginu endurskoðanda eða endurskoðendafélag.

 

Tillaga að nýrri 5. Grein

Stjórn klúbbsins er skipuð 9 félagsmönnum. Formaður skal kjörinn sérstakri kosningu til eins árs í senn. Þá skulu kosnir 4 meðstjórnendur til tveggja ára á hverjum aðalfundi. Framboð til stjórnar skulu berast á skrifstofu klúbbsins ekki siðar en viku fyrir aðalfund. Heimilt er að hafa kosningar með rafrænum hætti.

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skal stjórn velja sér varaformann, ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Stjórn er ályktunarhæf ef minnst 5 stjórnarmenn sækja fund.

Kjósa skal félaginu endurskoðanda eða endurskoðendafélag.

Eftirfarandi stjórnarmenn eru í kjöri og bjóða sig aftur fram til starfa fyrir klúbbinn:

  • Einar Gunnar Guðmundsson
  • Ingibjörg Ólafsdóttir
  • Ragnheiður Stephensen
  • Sigmundur Einar Másson

Formaður klúbbsins er Guðmundur Oddsson og býður hann sig jafnframt fram til endurkjörs.

Ef aðrir félagsmenn hafa hug á að bjóða sig fram, þá hvetjum við þá til að hafa samband við skrifstofu klúbbsins í gegnum netfangið gkg@gkg.is eða síma 570 7373

 

Stjórn GKG