Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson endurkjörinn formaður

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 30. nóvember.

Jón Júlíusson var endurkjörinn formaður klúbbsins.

Tveir aðilar gáfu kost á sér í laus sæti í stjórn. Sigríður Olgeirsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson koma ný inn í stjórn GKG.  Fráfarandi stjórnamenn eru þau Ásta Kristín Valgarðsdóttir og Einar Gunnar Guðmundsson sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins. Stjórn GKG árið 2024 er skipuð ásamt Sigríði og Birgi Leifi þau  Berglind Stefanía Jónasdóttir, Einar Þorsteinsson, Ragnheiður Stephensen, Sigurður K. Egilsson, Sigurjón Sigurjónsson og Sigmundur Einar Másson.

Að venju var háttvísisbikar GSÍ veittur þeim unga kylfingi sem þykir hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar árangur og framfarir, ástundun, metnað til að ná langt, félagsanda og ekki síst fyrirmynd annarra félagsmanna, ungra sem aldna hvað varðar háttvísi innan vallar sem utan. Háttvísisbikarinn 2023 hlaut Gunnlaugur Árni Sveinsson.

Rekstur klúbbsins var ásættanlegur þó hagnaður væri lægri en árið áður, en skilaði rúmum 16 milljónum í hagnað sem notaður er til frekari fjárfestinga.

Lögð fyrir fundinn voru félagsgjöld fyrir næsta ár en þau verða:

76 ára og eldri (10 ár): 78.000 kr
70 ára og eldri: 121.800 kr
26-69 ára: 156.000 kr
19-25 ára: 78.000 kr

Miðað er við fæðingarár vegna aldursflokkunar.

Hægt er að skoða ársskýrslu klúbbsins fyrir árið 2023 hér.

Fundurinn var sýndur beint á facebook. Hægt er að horfa á upptökuna hér.

Gunnlaugur Árni ásamt Ástrós íþróttastjóra GKG

By |01.12.2023|Categories: Fréttir, Fréttir almennt|

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top