Aðalfundur GKG sem haldinn verður í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20:00 verður sögulegur af þeim sökum að ljóst verður að ekki er sjálfkjörið til stjórnar í fyrsta sinn í rúman áratug.

Kosið er til formanns og fjögurra meðstjórnenda. Það er ljóst að þrír stjórnarmenn munu ekki gefa kost á sér áfram en það eru þau Þorgerður Jóhannsdóttir, Jón K. Baldursson og Gunnar Jónsson. Sigurður Kristinn Egilsson sem er gjaldkeri og formaður vallarnefndar gefur kost á sér áfram og tekur því þátt í kosningunni. Aðrir frambjóðendur eru: Ásta Kristín Valgarðsdóttir, Björn Steinar Stefánsson, Eggert Ólafsson, Kjartan Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson og  Tómas Sigurðsson. Það eru því átta aðilar í kjöri til fjögurra sæta í stjórn.

Með því að smella á hlekkinn hér til hliðar er hægt að kynna sér frambjóðendurna betur. Frambjóðendur til stjórnar GKG 2019

Kosningin fer þannig fram að frambjóðendur eru listaðir upp í stafrófsröð og setur maður x fyrir framan þá sem maður kýs. Ath. kjósa þarf hvorki meira né minna en fjóra aðila, annars er seðillinn ógildur. 

Nú er bara að fjölmenna og styðja sitt fólk!

Upphaflega boðun á aðalfundinn ásamt dagskrá