Meistaramót GKG er aðal golfhátíðin okkar yfir sumarið. Því falla allar æfingar barna- og unglingastarfsins niður meðan á mótinu stendur.

Hvetjum alla sem komin eru með forgjöf að taka þátt. Skráning fer fram undir mótaskránni á www.golf.is og í ProShop GKG. Greiða þarf mótsgjald við skráningu.

Hvetjum alla sem ekki taka þátt að koma uppá völl og æfa sig sjálf á æfingasvæðinu eða litlu völlunum. Einnig er upplagt að fylgjast með okkar bestu kylfingum leika í Meistaramótinu (miðvikudag til laugardag í næstu viku).

Upplýsingar um flokkaskiptingu og keppnisdaga má finna hér.

Með bestu kveðjum,

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG