Æfingar hjá GKG í Kórnum verða til staðar samkvæmt áætlun frá mánudegi 30.mars til og með 1. apríl. Flest önnur íþróttafélög taka frí þessa daga en við munum í staðinn taka frí frá æfingum vikuna 7.-10. apríl þegar keppnishópar ásamt þjálfurum eru í æfingaferð á Spáni.
Almennar æfingar hefjast á ný mánudaginn 13. apríl og mun Guðjón Henning, einn af afrekskylfingum klúbbsins, sjá um æfingar þá viku, en Haukur Már er á lokametrum PGA golfkennaranáms síns, og verður hann í lokaverkefnum skólans ásamt einum helsta kennara PGA skólans, Derrick okkar Moore afreksþjálfara.
Minni að lokum á púttmótið á morgun milli 11-13, en það verða páskaegg í verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.
Bestu kveðjur
Úlfar
Íþróttastjóri GKG