Gleðilegt sumar!

Nú þegar grasið er tekið að grænka þá færum við æfingarnar yfir á golfvöllinn okkar. Þess má þó geta að stutta spils æfingar verða áfram í Kórnum til 17. maí, en eftir það þá verða allar æfingar í GKG. Æfingatöfluna og hópaskipan má sjá með því að smella hér. Taflan tók gildi 3. maí og gildir þar til skólum lýkur 10. júní. Í kjölfarið taka við sumaræfingar og þarf að skrá sérstaklega á sumaræfingarnar sem hefjast 13. júní, en skráning hefst um miðjan maí og mun ég láta vita af því þegar opnað verður fyrir skráninguna.

 

Ekki er þörf á að skrá sérstaklega á æfingarnar frá 3. maí-10. júní, þetta er framhald af vetraræfingunum, og vonumst við til að sjá alla mæta vel á þessar æfingar og vera dugleg að spila sjálf.

 

Bestu kveðjur,

Úlfar

 

 

 

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG

PGA golfkennari

www.gkg.is

ulfar@gkg.is

S: 862 9204