Félagsskírteini ársins 2011 eru komin í hús og verða afhent á skrifstofu GKG alla virka daga milli klukkan 08:00 og 16:00. Athugið að þegar vellir okkar opna þá verður ekki hægt að hefja leik nema að vera með skírteini. Frá og með 1. mai tóku vinavallasamningar gildi og verða félagar að sýna skírteini ef þeir leika á vinavöllum okkar. Vinsamlega athugið að skírteinin verða ekki send i pósti.
Næstkomandi mánudag þann 9. mai verður hreinsunar og vinnudagur hjá okkur í GKG. Vinnudagurinn hefst kl 16:00 og lýkur honum með grilluðum pyslum að hætti vallarstjórans. Við hvetjum félagsmenn til að mæta og taka til hendinni við að létta okkur verkin svo hægt verði að flýta opnun vallarins.
Miðvikudaginn 11. mai næstkomandi verður haldinn árlegur félagsfundur í golfskálanum og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verður farið yfir ástand vallanna og mun Guðmundur Árni vallatrstjóri fara yfir þau verk sem unnin hafa verið í vetur og hvað stendur til að framkvæma á komandi sumri. Hann mun einnig tikynna um opnun vallanna. Formenn nefnda og stjórnarmenn verða á svæðinu og svara fyrirspurnum.
Stjórn og starfsfólk GKG óska félagsmönnum gleðilegs og áranguríks golfsumars.