Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur GKG, var í eldlínunni um helgina þegar hann  tók þátt í háskólamótinu Carolina Sands Intercollegiate í Norður Carólinu  fyrir háskóla sinn St. Andrews Presbyterian College.

Leikið var á  Carolina Sands golfvellinum sem er þröngur skógarvöllur með  vatn við flestar holur og því mjög krefjandi. Rigning setti svip sinn á mótið enda varð að fresta fyrri hringnum vegna slæms veðurs og seinni hringurinn var erfiður sökum mikillar bleytu á vellinum.

Okkar maður lék hringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og skilaði það honum í 13. sæti í einstaklingskeppninni, skólalið hans varð einnig í 13. sæti í liðakeppninni. Alfreð sagðist hafa verið heitur með járnunum og í stutta spilinu, enda hafði hann æft það töluvert síðastliðnar vikur. Upphafshöggin angruðu hann meira en mjög hvasst var og því erfitt að stjórna þeim.

Greinilegt er að Alfreð er að komast í gott form og verður gaman að fylgjast með honum þegar hann spilar sitt fyrsta tímabil með GKG í sumar.

Úrslit mótsins má sjá slóðinni:
http://golfstat.com/2007-2008/men/mtoursp08/M6422.htm