GKG-ingurinn Ágústa Guðmundsdóttir kom færandi hendi til okkar um daginn og afhendi okkur mikið safn af blaðaúrklippum. Safnið inniheldur nánast alla umfjöllun um golf í öllum íslenskum dagblöðum og tímaritum síðastliðin 26 ár.

Eiginmaður Ágústu hann Ólafur Gunnarsson á heiðurinn af þessu safni en þau hjónin spiluðu golf saman, á meðan Ágústa hélt áfram spilamennskunni þá sneri hann sér meira að upplýsingaöflun og njótum við nú góðs af því. Ólafur var jafnframt liðtækur ljósmyndari.

Við verðum með safnið til sýnis yfir meistaramótsvikuna. Um leið og við hvetjum alla til að kíkja í möppurnar, þá biðjum við ykkur jafnframt um að ganga varlega um þessar heimildir.

Kærar þakkir Ágústa!!!