Á morgun, miðvikudaginn 27. júní fer fram annað mót í miðvikudagsmótaröð GKG. Ef veðrið helst eins og það hefur verið undanfarna daga þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér út og spila gott golf með félögunum.
Kylfingar skrá sig á rástíma þegar þeim hentar en áður en leikur hefst mæta þeir í ProShop GKG og skrá sig á þar til gerð blöð, greiða mótsgjaldið 1.500 krónur og fá skorkort. Síðan spila þeir sínar 18 holur og skila inn skorkortinu að leik loknum. Þeir sem ljúka leik eftir klukkan 22:00 hafa frest þangað til klukkan 22:00 á fimmtudeginum að skila kortinu.
Mótið gildir auðvitað í heildarkeppninni en efstu fimm í hvorum flokki fá glæsileg verðlaun í haust. Bestu fjögur mótin af sjö gilda og því eru allir sem ekki komust síðast hvattir til að mæta.