Kæru félagar.

Á aðalfundi GKG 29. nóvember s.l. var tekin ákvörðum um félagsgjöld næsta árs og eru þau með eftirfarandi hætti:

  • Almennir félagsmenn    kr. 82.000,-
  • 67 ára og eldri        kr. 52.500,-
  • Unglingar 16-19 ára    kr. 43.300,-
  • Unglingar 14-15 ára    kr. 36.100,-
  • Börn 11-13 ára         kr. 28.900,-
  • Börn 10 ára og yngri   kr. 14.500,-
  • Inntökugjald           kr. 20.500,-

Í þessari viku verða sendir út greiðsluseðlar og verður boðið upp á sömu leiðir og undanfarin ár, þ.e.: 

  1. Staðgreiðsla með gjalddaga 2 febrúar 2013 og eindaga 15 dögum síðar
  2. Skipta greiðslu í þrennt, gjaldagar 2. febrúar , 2. mars og 2.apríl 2013. Seðlagjöld koma á þessar greiðslur.  

  3. Skipta greiðslu í 4-8 gjalddaga. Þetta er eingöngu gert með kortalánum og fellur þá kostnaður á greiðslurnar allt eftir því í hversu marga gjalddaga er skipt.

Við bendum félagsmönnum á að eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Þeir félagar sem nýttu sér leið 1 og 2 á síðasta ári eru enn skráðir þannig í félagaskránni breytist ekki nema viðkomandi hafi samband við okkur.

Þeir sem nýttu sér leið 3 eða kortalán og vilja þá leið aftur eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna.

Við biðjum þá félaga sem vilja skipta eða breyta greiðslum að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið gudrun@gkg.is

 

Einnig er hægt að hringja í okkur og fá nánari upplýsingar í síma 565 7037 eða 554 3035.

GKG kveðjur

Guðrún Helgadóttir