Um helgina lauk öðrum stigamótum sumarsins í Arionbankamótaröð GSÍ og Áskorendamótaröð GSÍ. Mótin fóru fram á Korpu og Kili og var þátttaka frá GKG mjög góð og árangur víðast hvar einnig mjög góður. Bestum árangri GKG kylfinga í Arionbankamótaröðinni náði Emil Þór Ragnarsson, en hann endaði í 2. sæti í flokki 15-16 ára. Besta hring GKG kylfinga náði Davíð Ómar Sigurbergsson, en hann lék á 70 höggum, einu höggi undir pari og endaði í 8. sæti í flokki 17-18 ára. Nánari úrslit úr öllum flokkum er hægt að sjá með því að smella hér.
Í Áskorendamótaröðinni náði Gunnhildur Kristjánsdóttir þeim frábæra árangri að sigra í sínum flokki. Til hamingju með sigurinn! Nánari upplýsingar um úrslit er hægt að finna með því að smella hér.