Á aðalfundi PGA á Íslandi sem fór fram laugardaginn 28. janúar var fjölbreytt dagskrá og viðurkenningar veittar. 

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 5 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Dagur Ebenezersson
Heiðar Davíð Bragason
Sigurpáll Geir Sveinsson

Eftir gífurlega spennandi kosningu félagsmanna varð afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson hlutskarpastur og er þar af leiðandi kjörinn PGA kennari ársins fyrir 2022.

Þetta er í þriðja sinn á seinustu fjórum árum og fjórða sinn í heildina sem Arnar Már hlýtur þessa nafnbót.

Á myndinni sést Arnar Már taka við viðurkenningunni frá Rúnari Arnórssyni, framkvæmdastjóra PGA.

Við óskum Arnari Má innilega til hamingju!