Aðalfundur PGA á Íslandi, sem eru samtök atvinnukylfinga, fór fram í gær hér í GKG.
Afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson, var útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2019. PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Arnar var einn af þremur tilnefndum kennurum. Þetta er í annað sinn sem Arnar hlýtur þennan mikla heiður, en hann er vel að tilnefningunni kominn enda var seinasta ár afar gott hjá þeim liðum og einstaklingum sem Arnar Már þjálfar.
PGA samtökin útnefndu fyrst kennara ársins árið 2007 og er hægt að sjá lista hér yfir þá kennara sem hlotið hafa viðurkenninguna PGA kennari ársins.
Við óskum Arnari innilega til hamingju með útnefninguna!