Aron Snær Júlíusson, afrekskylfingur í GKG, lék á 68 höggum á þriðja hring Eisenhower Trophy mótsins, eða heimsmeistaramóti áhugamanna. Hann er eftir hringinn á samtals fimm höggum undir pari. Íslenska liðið lék á þremur höggum undir pari en bæði Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson léku á tveimur höggum yfir pari.

Fyrstu níu holurnar hjá Aroni voru nokkuð rólegar en þar fékk hann einn skolla og einn fugl. Ballið byrjaði svo á síðari níu holunum en þar fékk hann fimm fugla á átta holum og var því kominn fimm högg undir par og þar við sat. Aron er eftir hringinn kominn upp í 35. sæti ásamt fleirum.

Skorkortið hjá Aroni má sjá hér að neðan.


Gísli Sveinbergsson.

Gísli fékk fimm skolla á sínum hring, þrjá fugla og restina pör. Hann er eftir daginn samtals á þremur höggum yfir pari og jafn í 102. sæti.


Bjarki Pétursson.

Bjarki fékk tvo fugla í dag, tvo skolla og einn skramba. Eftir hringinn er hann á samtals fjórum höggum yfir pari og jafn í 110. sæti.

Íslenska liðið er jafnt í 38. sæti eins og staðan er núna en margar þjóðir eiga enn eftir að ljúka leik Staðan mun mjög líklega breytast bæði hjá liðinu og einstaklingum þegar líðar tekur á daginn.

Fylgjast má með einstaklingsskori í beinni hérna.
Fylgjast má með liðaskori í beinni hérna.

Heimild: kylfingur.is