Meistaramót GKG í ár var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.
Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Elísabet Sunna er aðeins 16 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Meistaraflokkur kvenna | Högg | |||||
1 | Elísabet Sunna Scheving | 78 | 81 | 80 | 79 | 318 |
2 | Karen Lind Stefánsdóttur | 87 | 84 | 78 | 76 | 325 |
3 | Katrínu Hörn Daníelsdóttur | 85 | 80 | 83 | 79 | 327 |
Aron Snær Júlíusson tryggði sér klúbbmeistaratitilinn í þriðja sinn með frábærri spilamennsku þegar hann lék hringina fjóra á 12 höggum undir pari, sem er nýtt mótsmet á Leirdalsvelli. Vallarmet 63 högg á þriðja degi gaf honum góða forystu fyrir lokahringinn sem hann lét ekki af hendi. Sigurður Arnar Garðarsson sem sigraði 2021 varð í öðru sæti en Arnar Daði Svavarsson sýndi ótrúlega frammistöðu með því að leika hringina fjóra á einu höggi undir pari, en Arnar Daði varð 14 ára daginn eftir mótið!
Meistaraflokkur karla |
Högg |
|||||
1 | Aron Snær Júlíusson | 71 | 71 | 63 | 67 | 272 |
2 | Sigurður Arnar Garðarsson | 72 | 72 | 67 | 67 | 278 |
3 | Arnar Daði Svavarsson | 70 | 71 | 69 | 73 | 283 |
Úrslit í öllum flokkum má sjá á þessum hlekk.
Hundruðir mynda voru teknar af keppendum í veðurblíðunni. Smelltu hér til að fara í myndasafnið.
Við hjá GKG óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum jafnframt öllum þátttakendum og starfsmönnum mótsins fyrir þeirra störf, mótanefndinni, starfsfólki Mulligan, dómurum og öllum sjálfboðaliðum sem unnu ómetanlegt starf. Þá má ekki gleyma vallarstarfsmönnunum, en þeir sáu um slátt og hirðingu vallanna jafnt á nóttu sem degi.