Opna Atlantsolíu mótið fór fram í ágætis aðstæðum á Leirdalsvelli laugardaginn 19. maí. Þetta er fjórða skiptið sem að mótið er haldið og hefur þátttaka aukist í hvert skipti. Mótið er greinilega að festa sig í sessi sem árlegur viðburður. Rúmlega 150 kylfingar hófu leik og voru helstu úrslit eftirfarandi:
Nándarverðlaun
2. hola – Róbert Björnsson GKB – 1.58 m frá holunni
4. hola – Stefán Clauessen GKG – 1.28 m frá holunni
13. hola – Jónas Sigurðsson GK – 0.84 m frá holunni
17. hola – Sveinn Gíslason GKG – 0.59 m frá holunni
Punktakeppni
1. sæti – Örn Bergmann Úlfarsson GR – 44 punktar
2. sæti – Ólafur Erick Ólafsson GKG – 41 punktur
3. sæti – Óttar Helgi Einarsson GKG – 40 punktar
4. sæti – Ingunn Einarsdóttir GKG – 39 punktar
5. sæti – Tómas Magnús Þórhallsson GKG – 38 punktar
Þeir vinningshafar sem eiga eftir að nálgast vinninga sína geta gert það á skrifstofu klúbbsins.
Að lokum viljum við þakka Atlantsolíu fyrir frábært samstarf og óska vinningshöfum til hamingju með árangurinn!