Hvað segir GKG-ingurinn Helgi Már Halldórsson
Það er við hæfi að fyrsta viðtalið okkar þegar við hefjum vetrarstarfið innahúss sé við Helga Má. Hann hefur verið lykilmaður varðandi þá uppbyggingu sem við höfum verið í undanfarin ár. Helgi Már er arkitekt, teiknaði Íþróttamiðstöðina okkar sem og þá viðbyggingu sem við tökum í gagnið í nóvember. Helgi […]
Við opnum vellina aftur
Á morgun, þriðjudaginn 20. október opnum við vellina okkar aftur, efri hluti Leirdalsvallar verður þó lokaður. Við spilum því tvær 9 hollu lykkjur, Mýrina og á Leirdalsvelli spilum við holur 1 til 3 og 13 til 18.
Þar sem það er spáð næturfrosti getum við ekki opnað fyrr en klukkan 11:00 […]
Við bregðumst við tilmælum sóttvarnalæknis
Kæru félagar,
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu munum við loka eftirfarandi starfsemi hjá okkur næstu tvær vikurnar:
- Skipulagðri íþróttastarfsemi
- Golfhermum GKG
- Verslun GKG
- Útiæfingasvæði
- Salernisaðstöðu á 12. braut
Völlurinn verður áfram opinn fyrir félagsmenn. Varðandi þann þátt, þá bendum við á tilmæli sóttvarnarlæknis um að hópar séu ekki að koma saman.
Með þessum […]
Bílar bannaðir á völlum GKG
Kæru félagar,
Nú hefur rignt mikið undanfarna daga og ekkert lát á lægðum. Því neyðumst við til að banna golfbíla á völlunum okkar frá með deginum í dag, þriðjudeginum 29. september 2020. Ef aðstæður breytast til hins betra munum við opna aftur fyrir golfbíla.
Vallarstjóri.
Hlaupahjól og sum önnur rafknúin ökutæki bönnuð á völlum GKG
Kæru félagar, nú er mikil þróun í rafknúnum ökutækjum. Í ljósi þess viljum við benda kylfingum á að ekki má aka á hlaupahjólum á völlum GKG. Jafnframt viljum við benda á að ýmis rafknúin ökutæki eru ekki til þess gerð að keyra á golfvöllum. Dæmi eru um að litlir rafbílar […]
Íslandsmót Golfklúbba á Leirdalsvelli – 50% afsláttur fyrir félagsmenn hjá öðrum klúbbum
Kæru félagar,
Íslandsmót golfklúbba er haldið sameiginlega af GKG og Oddi, fimmtudaginn 23. júlí til laugardagsins 25. júlí. Af þeim sökum er Leirdalsvöllur lokaður til kl. 17:00 fimmtudag og föstudag og til kl. 12:00 laugardaginn 25. júlí.
Við GKG-ingar eigum eftirfarandi möguleika í stöðunni.
- Komið og horft á bestu klúbba á Íslandi […]
Hulda Clara Gestsdóttir og Hlynur Bergsson Klúbbmeistarar GKG 2020
Klúbbmeistarar GKG 2020
Meistaramótið í ár var það fjölmennasta frá upphafi, það voru 404 keppendur sem mættu til leiks og keppt var í 22 flokkum. Óhætt er að segja að stemningin hafi verið með eindæmum góð alla sjö keppnisdagana, veðrið lék við okkur og andinn var einstakur.
Mikil spenna var í meistaraflokk […]
Nándarverðlaun Meistaramót GKG 2020 dagur 7
Nándarverðlaun Meistaramót GKG 2020 – dagur 7
Eftirfarandi aðilar nældu sér í nándarverðlaun með glæsilegum höggum á fimmta degi Meistaramóts GKG.
- hola Leirdalur – Bjarki Pétursson 96 cm
- hola Leirdalur – Jón Gunnarsson; 129 cm
- hola á tveimur – Úlfar Jónsson ; 1 mm
Þessir aðilar eiga umslög í proshop með 5 […]
Gríðarleg spenna á lokadegi meistaramótsins
Í dag er 7. og lokadagur meistaramótsins og í kvöld krýnum við Klúbbmeistara GKG 2020. Nú er tækifærið til að koma á völlinn og sjá bestu kylfinga landsins etja kapp sín á milli og við Leirdalsvöllinn.
- Meistaraflokkur kvenna ræsir út á bilinu 10:30 til 11:00 og kemur í hús milli […]