About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Rás2 Open

Eitt stærsta mót sumarsins, Rás2 Open var haldið hér á Vífilsstaðavelli í gær. Ekki viðraði vel á kylfinga, en mikið rok og rigning setti mark sitt á mótið. Menn létu þó veðrið ekki aftra sér og fjölmenntu í Garðabæinn til að spila Texas Scramble og berjast um einhver hinna fjölmörgu verðlauna sem í boði voru.

 

Smellið á „Lesa meira“ til að skoða lista yfir vinningshafa.

 


By |02.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Úrslit innanfélagsmótsins um helgina

Síðastliðinn laugardag fór fram vormót GKG í blíðskaparveðri. Háð var punktakeppni með og án forgjafar og fóru leikar sem hér segir (hægt er að nálgast allan listann undir "mótaskrá" á www.golf.is):

 

Punktakeppni með forgjöf:
1. Þorvaldur E Sigurðssson 40 punktar
2. Þorvaldur Ingi Jónsson 37 punktar
3. Sigurfinnur Sigurjónsson 37 punktar

 

Punktakeppni […]

By |29.05.2007|Categories: Fréttir almennt|

Innanfélagsmót á laugardaginn

Á laugardaginn, 26.maí næstkomandi, verður fyrsta mót sumarsins hjá GKG. Mótið er aðeins fyrir GKG félaga og leiknar verða 18 holur með punktafyrirkomulagi. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti með og án forgjafar og einnig verða nánadarverðlaun á öllum par 3 holunum.

By |22.05.2007|Categories: Fréttir almennt|

Margeir Vilhjálmsson ráðinn til GKG

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur gert samkomulag við Margeir Vilhjálmsson, fyrrum framkvæmdastjóra GR, um ráðgjöf við fyrirhugaða uppbyggingu á athafnasvæði klúbbsins við Vífilsstaði. Þá hefur Margeir tekið að sér framkvæmdastjórn klúbbsins tímabundið, meðan leitað verður nýs manns í það hlutverk. Að beiðni Jóhanns Gunnars […]

By |19.05.2007|Categories: Fréttir almennt|

Símanúmer í rástímaskráningu

Ágætu GKG félagar!

 

Sökum vandræða á símkerfi klúbbsins þá er reynist ekki vera hægt að ná sambandi við rástímaskráninguna í gegnum aðalnúmerið. Hægt er að hringja beint í síma 897-7272, endilega hringið ef aðstoð vantar með rástímaskráningar.

 

Símanúmer rástímaskráningar: 897-7272

By |18.05.2007|Categories: Fréttir almennt|

Æfingasvæði opið

Guðmundur Árni Gunnarsson, vallarstjóri GKG, vill koma þeim skilaboðum á framfæri við kylfinga að æfingasvæði GKG sé nú opið. Öllum er velkomið að líta við og liðka sveifluna til.

By |14.05.2007|Categories: Fréttir almennt|

Opnun Vífilsstaðavallar

Vífilsstaðavöllur opnar inn á sumargrín fyrir almenning laugardaginn 5. maí kl. 08:00.

Vallarstjóri biður alla kylfinga um að ganga vel um völlin, laga þarf öll bolta- og kylfuför. Sömuleiðis beinir hann þeim tilmælum til þeirra sem eru á golfbílum að fara um völlinn með gát því hann er enn nokkuð blautur. Til […]

By |03.05.2007|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top