About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Varðandi nýja forgjafarröðun á Leirdalsvelli

Á dögunum þegar nýi Leirdalsvöllurinn var tekinn í notkun þá var gefin út ný forgjafarröðun á holurnar 18. Ýmsar breytingar voru gerðar á fyrri röðun og hafa margir félagsmenn velt vöngum yfir henni og fundist hún beinlínis vitlaus.

 

Vegna þessa þá vill vallarnefnd koma þeim skilaboðum áleiðis að við þessa forgjafarröðun var farið eftir nýlegum viðauka EGA reglanna um forgjafarmál. Vill vallarnefnd benda kylfingum á að ekki er lengur talað um erfðileikaröð holanna, heldur forgjafarröðun. Holunum er ekki endilega raðað eftir erfiðleikastigi heldur eftir því hvernig dreifing auka forgjafarhögga verði sem sanngjörnust fyrir alla kylfinga, hvort sem þeir eru háforgjafar eða lágforgjafarkylfingar. Erfiðleikastig er vissulega einn þáttur í röðuninni, en alls ekki sá eini eins og flestir kylfingar halda.

 

Ýtið á „Lesa meira“ til þess að sjá þennan viðauka við EGA reglurnar.

By |15.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Vinkvennamót GKG og GO

Þriðjudaginn 19. júní og mánudaginn 25. júní fer fram hið árlega vinkvennamót GKG kvenna og GO kvenna. Ef ýtt er á „Lesa meira“ þá er hægt að sjá tilkynningu frá kvennanefnd um mótið. Allar GKG konur eru hvattar til þess að mæta á þetta stórskemmtilega mót.

 

Kvennanefndin vill einnig koma til skila að seinni dagurinn á Urriðavelli er mánudagurinn 25. júní, en ekki sunnudagurinn 24.júni eins og áður var auglýst.

By |14.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Miðvikudagsmótaröð GKG hefst

Næstkomandi miðvikudag, þann 13.júní hefst hin árlega mótaröð GKG, sem undanfarin ár hefur verið kennd við Símann og Ping. Fyrirkomulagið verður að mestu eins og áður. Sjö mót verða haldin yfir sumarið og fara þau þannig fram að kylfingar skrá sig […]

By |11.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Kvennagolf á morgun í Mýrinni

Kvennanefndin vill minna á hinn venjulega þriðjudagstíma á morgun. Nú er sú nýbreytni að völlurinn er heilar 27 holur og því spila konurnar á níu holu vellinum, Mýrinni.

 

Skráning fer fram eins og venjulega, með því að hringja inn í rástímaskráningu klúbbsins.

 

By |11.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

2. stigamóti unglinga lokið

Annað mót í unglingamótaröð GSÍ fór fram á Hvaleyrarvelli, velli Golfklúbbsins Keilis, um helgina. Fjöldi unglinga spilaði þar undir merkjum GKG og stóðu sig með sóma. Einhverjir voru í baráttu um sigurinn í sínum flokki eftir fyrri hringinn en sá seinni var ekki eins […]

By |11.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Fyrsta vallarmet í Leirdalnum 70 högg

Í morgun hófst Opna GKG mótið hér á Leirdalsvelli og markaði það þar með formlega opnun Leirdalsvallar. Kylfingar hafa leikið upp í Leirdal í ágætu veðri í dag og hefur gengið glimrandi vel að halda uppi hraða.

Besta skor dagsins var einn undir pari, 70 högg og komu þrír afrekskylfingar úr GKG inn á því skori: Valgeir Tómasson, Ottó Sigurðsson og Haukur Már Ólafsson. Haukur Már hafði betur gegn hinum tveimur í bráðabana og því hlaut hann verðlaun fyrir besta skor dagsins. Vallarmetið á nýja vellinum er því sem stendur 70 högg.

Smellið á meira til að sjá lista yfir verðlaunahafa. Þeir sem unnu til verðlauna geta sótt verðlaun sín í ProShop GKG í næstu viku

 

By |09.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Opna GKG – Spilað upp í Leirdal

Nú er loksins komið að því!

Næstkomandi laugardag, þann 9.júní 2007 verður Opna GKG mótið haldið með pompi og prakt. Mótið verður stórglæsilegt og er sögulegt fyrir þær sakir að þá verður í fyrsta skipti spilað upp í Leirdalinn. Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum við […]

By |04.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Reglunámskeið GKG

Miðvikudaginn 6. júní kl. 18:00 verður Kjartan Bjarnason, landsdómari og dómari GKG, með reglunámskeið í golfskálanum. Þar fer hann yfir helstu lög og reglur sem allir eiga að fara eftir þegar golf er spilað, útskýrir flókin atriði og fleira. Allir sem vilja skerpa á þekkingu sinni eru boðnir velkomnir. Aðgangur […]

By |04.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Ottó bestur GKG-inga á Korpunni

Ottó Sigurðsson, atvinnukylfingur GKG, varð efstur af þeim kylfingum sem kepptu fyrir hönd GKG í 2. móti Kaupþingsmótaraðarinnar sem fram fór í slæmu veðri á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur um helgina.

 

Ottó spilaði hringina tvo, en sá þriðji var felldur niður, á 74 og 78 höggum, […]

By |04.06.2007|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top