Varðandi nýja forgjafarröðun á Leirdalsvelli
Á dögunum þegar nýi Leirdalsvöllurinn var tekinn í notkun þá var gefin út ný forgjafarröðun á holurnar 18. Ýmsar breytingar voru gerðar á fyrri röðun og hafa margir félagsmenn velt vöngum yfir henni og fundist hún beinlínis vitlaus.
Vegna þessa þá vill vallarnefnd koma þeim skilaboðum áleiðis að við þessa forgjafarröðun var farið eftir nýlegum viðauka EGA reglanna um forgjafarmál. Vill vallarnefnd benda kylfingum á að ekki er lengur talað um erfðileikaröð holanna, heldur forgjafarröðun. Holunum er ekki endilega raðað eftir erfiðleikastigi heldur eftir því hvernig dreifing auka forgjafarhögga verði sem sanngjörnust fyrir alla kylfinga, hvort sem þeir eru háforgjafar eða lágforgjafarkylfingar. Erfiðleikastig er vissulega einn þáttur í röðuninni, en alls ekki sá eini eins og flestir kylfingar halda.
Ýtið á „Lesa meira“ til þess að sjá þennan viðauka við EGA reglurnar.