Eygló Myrra best GKG-inga á Leirunni
Um helgina fór fram þriðja stigamótið á Kauþingsmótaröðinni á Leirunni, velli Golfklúbbs Suðurnesja og að sjálfsögðu fjölmenntu afrekskylfingar GKG og spiluðu undir merkjum klúbbsins. Árangurinn að þessu sinni var ekki nógu góður en eini GKG-ingurinn til þess að komast inn á topp 10 listann var Eygló Myrra Óskarsdóttir, en hún spilaði gott golf um helgina og endaði í 4. sæti í kvennaflokki. Hreint frábær árangur hjá hinni ungu og efnilegu Eygló. Bestur strákanna okkar var Sigurður Rúnar Ólafsson, en hann endaði í 13.-15. sæti.
Eftir mót helgarinnar er Ottó Sigurðsson, en hann var ekki með í þessu móti, efstur okkar manna á stigalistanum - í 7. sæti. Eygló Myrra er best GKG-inga í kvennaflokki, er í 9. sæti.
Næsta stigamót er sjálft Íslandsmótið í höggleik, en það fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í lok júlí.
Smellið á „Lesa meira“ til að sjá árangur allra kylfinga GKG á mótinu.