About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Eygló Myrra best GKG-inga á Leirunni

Um helgina fór fram þriðja stigamótið á Kauþingsmótaröðinni á Leirunni, velli Golfklúbbs Suðurnesja og að sjálfsögðu fjölmenntu afrekskylfingar GKG og spiluðu undir merkjum klúbbsins. Árangurinn að þessu sinni var ekki nógu góður en eini GKG-ingurinn til þess að komast inn á topp 10 listann var Eygló Myrra Óskarsdóttir, en hún spilaði gott golf um helgina og endaði í 4. sæti í kvennaflokki. Hreint frábær árangur hjá hinni ungu og efnilegu Eygló. Bestur strákanna okkar var Sigurður Rúnar Ólafsson, en hann endaði í 13.-15. sæti.

 

Eftir mót helgarinnar er Ottó Sigurðsson, en hann var ekki með í þessu móti, efstur okkar manna á stigalistanum - í 7. sæti. Eygló Myrra er best GKG-inga í kvennaflokki, er í 9. sæti.

 

Næsta stigamót er sjálft Íslandsmótið í höggleik, en það fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í lok júlí.

 

Smellið á „Lesa meira“ til að sjá árangur allra kylfinga GKG á mótinu.

By |25.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Undankeppni International Pairs lokið

Undankeppni International Pairs fór fram á þremur völlum um helgina og var Vífilsstaðavöllur þar á meðal. 17 lið öttu kappi í algerri „bongoblíðu“ í dag og var skorið jafn gott og veðrið. Efstar urður Jónína Pálsdóttir og Hansína Þorkelsdóttir með heila 46 punkta og komust þær því áfram í úrslitin […]

By |24.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Meistaramót GKG 2007

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar verður haldið dagana 8.-14.júlí. Leikið verður á Leirdal. Unglinga- og öldungaflokkar, 3. fl. kv., 4. og 5. fl. karla leika 54 holur og aðrir leika 72 holur.


Nýtt hjá GKG – greiða verður þátttökugjald við skráningu!


Skráning hefst fimmtudaginn 21.júní kl.10 og henni lýkur miðvikudaginn 4.júlí kl. 12.

 

Nokkur atriði sem hafa ber í huga við skráningu:
• Skráning hefst fimmtudaginn 21.júní kl.10
• skráð verður alla virka daga frá kl.08-22
• þátttökugjald er 3.000 kr fyrir 54 holur og 4.000 kr fyrir 72 holur
• skráning fer fram í ProShop GKG í síma 897-7272
• einnig er hægt að skrá sig á netfangið mottaka@gkg.is og verður að gefa upp kreditkortanúmer til að skráning sé tekin gild. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, forgjöf, flokk, netfang og kreditkortanúmer fyrir greiðslu þátttökugjalds. Þeir sem ekki nota kreditkort geta lagt inn á reikning klúbbsins: 1121-26-7272. kt. 650394-2089. Senda þarf afrit af innleggi á mottaka@gkg.is
Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir nema gegn framvísun læknisvottorðs.

 

Leirdalsvöllurinn verður lokaður 8.-14.júlí. Mýrin verður opin meðan á mótinu stendur.
Einungis er heimilt að leika í einum flokki í mótinu.
Öldungar 70 ára og eldri, 5.flokkur karla og 3.flokkur kvenna leika af rauðum teigum.
Lokahóf verður í skála GKG laugardagskvöldið 14.júlí. Nánar auglýst síðar
Allar upplýsingar um mótið verða settar hér inn á síðuna. Einnig er hægt að hringja í síma 565-7373 og fá nánari upplýsingar hjá starfsfólki ProShop. Fyrirspurnum sem sendar verða á mottaka@gkg.is verður einnig svarað.

Smellið hér til að skoða áætlaða rástíma fyrir mótið.

Smellið á „Lesa meira “ til að sjá flokkaskiptingu mótsins.

 

 

By |21.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Simmi ekki í stuði í dag.

Íslandsmeistarinn okkar hann Sigmundur Einar Másson náði sér ekki á strik í dag á seinni hring á opna breska áhugamannamótinu, kom inn á 77 höggum eða 6 yfir pari. Hann lék á Royal Lytham vellinum í dag og fann sig greinilega ekki eins vel […]

By |19.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Úrslit 1. móts Miðvikudagsmótaraðar GKG

Fyrsta mót í mótaröð GKG þetta sumarið fór fram í ágætisveðri síðastliðinn miðvikudag, þann 13. júní. Margir GKG-ingar tóku þátt í þessu fyrsta móti af sjö og var skorið ágætt. Flesta punkta í karlaflokki hlaut Hallgrímur Smári Jónsson, heila 40 punkta. Í kvennaflokki bar […]

By |18.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Úrslit kvennamóts 29. maí

Þriðjudaginn 29. maí 2007 var 9 holu golfmót hjá konum í GKG og tóku 38 konur þátt í mótinu.

 

1. Þórunn Guðmundsdóttir, 17 punkta og fékk hún golfpoka frá Hole in one

2. Erla Leifsdóttir, 17 punkta og fékk hún golfkerru frá Hole in one

3. Kristín Hrefna Kristjánsdóttir, 16 […]

By |18.06.2007|Categories: Fréttir almennt|

Sigmundur að spila vel á Englandi

Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, tekur nú þátt í opna breska áhugamannamótinu en það er eitt allra stærsta áhugamannamót í heimi. Sigmundur, eða Simmi eins og við GKG-ingar þekkjum hann, spilaði flott golf í dag og kom inn á tveimur högggum undir pari. Hann […]

By |18.06.2007|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top