About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Sigmundur og Alfreð stóðu sig vel um helgina

Um síðastliðna helgi fór fram 3. stigamótið á Kaupþingsmótaröðinni þetta árið á Garðavelli á Akranesi. Allir bestu kylfingar landsins mættu til leiks og að sjálfsögðu voru margir kylfingar frá GKG í þeim hópi. Bestum árangri okkar kylfinga náðu þeir Sigmundur Einar Másson, í 3.-4. […]

By |24.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Arndís Eva og Auður Björt unnu á Bleika Bikarnum – 65 högg nettó!

Bleiki Bikarinn - sólstöðumót kvenna var haldið á Vífilsstaðavelli í gærkvöldi. Konurnar hófu leik á öllum teigum klukkan 20:00 og léku golf fram yfir miðnættið í fínasta veðri. Leikfyrirkomulag var Texas Scramble og var glatt á hjalla á keppniskonunum, enda nutu þær bæði golfsins og samverunnar. Mótið er til styrktar Krabbameinsfélags Íslands og var mæting í mótið góð, enda gott að sameina golfið og góðgerðir.

 

Leikar fóru svo að Auður Björt Skúladóttir og Arndís Eva Finnsdóttir sigruðu nokkuð örugglega, en þær gerðu sér lítið fyrir og spiluðu á 65 höggum nettó. Glæsilegur árangur það.

 

Smellið hér til að sjá úrslit mótsins.

 

Smellið á „Lesa meira“ til að sjá vinningshafa fyrir sæti og nándarverðlaun.

By |21.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Jón Ólafsson látinn

Jón Ólafsson  lést í gær langt um aldur fram,  61 árs að aldri, eftir skamvinn en afar erfið veikindi. Hann  var fæddur 15. maí 1947. Jón var kvæntur Ingigerði Eggertsdóttur flugfreyju og eiga þau þrjú börn.  Jón var flestum félagsmönnum GKG að góðu kunnur enda var […]

By |20.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Meistaramót GKG 2008

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar verður haldið dagana 6.-12.júlí. Leikið verður á Leirdal. Unglinga- og öldungaflokkar, 3. fl. kv., 4. og 5. fl. karla leika 54 holur og aðrir leika 72 holur.

 

 

Skráning hefst fimmtudaginn 19. júní kl.10 og henni lýkur miðvikudaginn 2. júlí kl. 12.


Nokkur atriði sem hafa ber í huga við skráningu:
• Skráning fer á fram á golf.is, í ProShop GKG eða með vefpósti
• Greiða verður þáttökugjald við skráningu
• Þátttökugjald er 4.000 kr fyrir 54 holur og 5.000 kr fyrir 72 holur
• Á golf.is er farið á heimasíðu mótsins undir mótaskrá og skráð þar. Er þetta besta leiðin bæði fyrir kylfinga og klúbbinn.
• Einnig er hægt að skrá sig á netfangið fannar@gkg.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, forgjöf, flokk, netfang og kreditkortanúmer fyrir greiðslu þátttökugjalds. Þeir sem ekki nota kreditkort geta lagt inn á reikning klúbbsins: 1121-26-7272. kt. 650394-2089. Senda þarf afrit af innleggi á fannar@gkg.is. Séu þessar upplýsingar ekki fyrir hendi er skráningin ekki tekin gild.
• Einnig er hægt að hafa samband við ProShop GKG í síma 897-7773 og skrá sig símleiðis.


Þátttökugjald verður ekki endurgreitt nema gegn framvísun læknisvottorðs.


Leirdalsvöllurinn verður lokaður á meðan keppni stendur en opnar 2 tímum eftir síðasta rástíma. Mýrin verður opin meðan á mótinu stendur.
Einungis er heimilt að leika í einum flokki í mótinu.
Öldungar 70 ára og eldri, 5.flokkur karla, strákar 13 og yngri og kvennaflokkar leika af rauðum teigum.
Lokahóf verður í skála GKG laugardagskvöldið 12.júlí. Nánar auglýst síðar
Allar upplýsingar um mótið verða settar hér inn á síðuna. Einnig er hægt að hringja í síma 565-7373 og fá nánari upplýsingar hjá starfsfólki. Fyrirspurnum sem sendar verða á fannar@gkg.is verður einnig svarað.


Smellið hér til að skoða áætlaða rástíma fyrir mótið.


Smellið á „Lesa meira “ til að sjá flokkaskiptingu mótsins.

By |17.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Jónsmessa 2008!

Nú líður að Jónsmessu og því ekki seinna vænna en að huga að skráningu í hið frábæra Jónsmessumót GKG.

 

Mótið fer fram 21. júní næstkomandi og er ræst út af öllum teigum á Mýrinni klukkan 18:00. Leikfyrirkomulag verður hið víðfræga VífilsstaðaScramble, (fjögurra manna Scramble […]

By |16.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Góðgerðarmót Eldeyjar

Síðastliðinn laugardag, þann 14. júní, hélt Kiwanisklúbburinn Eldey glæsilegt golfmót hér á Vífilsstaðavelli. Var mótið góðgerðarmót og rann allur ágóði til styrktarsjóðs Eldeyjar, en hann styrkir mörg góð málefni.

 

Leikmenn voru ræstir út á öllum teigum klukkan 9 og öttu kappi í hinu skemmtilega Texas Scramble. Veðrið var hið allra besta […]

By |16.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Öldungastarf endurvakið

Ákveðið hefur verið að endurvekja öldungastarf GKG aftur, en það hefur legið í nokkrum dvala undanfarin ár.

 

Ætlunin er að öldungar klúbbsins hittist og leiki golf saman regluega, t.d. einu sinni í viku. Stundum yrðu mót og ef vel gengur jafnvel farið og spilað á öðrum völlum. Stefnt er að því […]

By |13.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Viltu vinna Ford Focus?

Eins og komið hefur fram verður haldið á morgun góðgerðargolfmót á vegum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar, sjá frétt hér að neðan.

 

Félagar í Eldey ætla einnig að blása til skemmtilegs golfleiks þar sem kylfingar hafa möguleika á að vinna eitt stykki Ford Focus, hvorki meira né minna. Fer leikurinn þannig fram að fólk […]

By |13.06.2008|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top