About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Æfingasvæðið lokað á mánudaginn

Æfingasvæðið okkar verður alfarið lokað á mánudaginn. Þá verður lögð lokahönd á endurbætur þær sem hafa verið í gangi undanfarnar tvær vikur.

 

Æfingasvæðið verður síðan opnað daginn eftir, þann 17. júní með pompi og prakt.

By |12.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Góðgerðagolfmót Eldeyjar 2008

Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi heldur góðgerðargolfmót hér á Vífilsstaðavelli laugardaginn 14. júní nk. og verður ræst af öllum teigum samtímis kl. 09:00. Um er að ræða fjáröflunarleið Eldeyjar og rennur allur ágóði af mótinu í styrktarsjóð klúbbsins, sem styrkt hefur félagasamtök, stofnanir og einstaklinga í Kópavogi.

 

Mótið er öllum opið og er […]

By |11.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

GKG fær styrk frá Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á dögunum að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, viðurkenningu að fjárhæð kr. 250.000 í tilefni af  Íslandsmeistaratitli karlasveitar klúbbsins í sveitakeppni árið 2007.

 Í greinargerð sem fylgir með styrkveitingunni segir m.a. "Sveitakeppni er ekki ólík öðrum flokkaíþróttum að því leyti að samanlagður árangur liðsmanna sveitarinnar telur í […]

By |10.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Rás2 Open 2008

Í dag, laugardaginn 7. júní, fór fram hið árlega Rás2 Open á Leirdalsvellinum. Mótið er fyrir löngu orðið árlegur viðburður hjá GKG og er án efa eitt allra stærsta opna mót sumarsins, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og gæði verðlauna.

Það verður seint sagt að veðrið hafi leikið við kylfinga í dag, en allan daginn var mjög hvasst og mikil bleyta, og setti það sinn svip á mótið. Þrátt fyrir veðurskilyrðin var frábær mæting, en um 200 manns mættu og börðust hetjulega við veðrið. Úrslit er að finna hér að neðan.

Verðlaunaathöfnin var vel sótt en veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin, auk verðlauna fyrir 49. , 70. og næstsíðasta sæti. Veitt voru nándarverðlaun á öllum par 3 og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á tveimur holum. Síðan var gífurlegt magn verðlauna sem gengu út með útdrætti á skorkortum. Þeir sem unnu til verðlauna (önnur en með útdrætti) en gátu ekki vitjað þeirra í kvöld geta nálgast þau í ProShop GKG frá og með morgundeginum.

GKG og Rás2 vill þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir daginn og hlökkum við til að sjá ykkur að ári!

Smellið hér til að sjá úrslit mótsins

Smellið á „Lesa Meira“ til að sjá nándarverðlaunahafa og þá er áttu lengstu upphafshögg.

By |07.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Rás2 Open að klárast

Í dag hefur Rás2 verið á fullum gangi og hefur mæting verið frábær, en rúmlega 200 kylfingar hafa barist við golfið og aðallega veðrið í allan dag.

 

Síðustu holl eru að tínast inn og verður glæsileg verðlaunaathöfn klukkan 21:30. Dregið verður úr skorkortum og því til mikils að vinna að […]

By |07.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Bráðabirgðaopnun á æfingasvæði

Lokið er hellulögn á æfingasvæði GKG en eitthvað hafa nýju motturnar tafist í sendingu. Því er búið að ákveða að opna æfingasvæðið til bráðabirgða yfir helgina og jafnvel eitthvað fram í næstu viku, en búist er við að formleg opnun verði svo fyrir næstu helgi.

 

Beðist er afsökunar á töfunum og […]

By |06.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Hin árlegu vinkvenna mót GKG og GO kvenna í júní

Heimsókn GKGkvenna til GOkvenna þriðjudaginn 10. júní n.k. og heimsókn GOkvenna til GKGkvenna þriðjudaginn 24. júní n.k.

 

Um er að ræða tveggja daga vinkvennakeppni milli golfklúbbanna. Sá klúbbur sem fær flesta samanlagða punkta þessa tvo daga vinnur og verður miðað við 10 punktahæstu konur hvorn dag úr hvorum klúbbi. Hámarksforgjöf 36. Einnig verða veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem verða með samanlagða flesta punkta þessa tvo daga og einnig fær sú kona viðurkenningu sem verður með lægsta samanlagða skorið báða dagana.

Smellið á „Lesa Meira“:

 

By |04.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Úrslit kvennamóts 3. júní

Þriðjudaginn 3. júní 2008 var 9 holu golfmót hjá konum í GKG í Vetrarmýrinni. Í mótinu tóku þátt 49 konur og skemmtu sér vel. Af úrslitunum má ráða að konur koma vel undan vetri og bendir allt til góðs golfsumars hjá mörgum.

 

1. Hrefna Gunnarsdóttir, 23 punkta og fékk hún kr. […]

By |04.06.2008|Categories: Fréttir almennt|

Frábær árangur hjá afrekskylfingum GKG

Afrekskylfingar GKG hafa svo sannarlega komið vel undan vetri og hafa spilað afar vel það sem af er sumri. Eins og frægt er orðið þá sigraði Ingunn Gunnarsdóttir fyrsta mót á Kaupþingsmótaröðinni á Hellu í lok maí, auk þess sem hún vann sigur í sínum flokki á fyrsta stigamóti unglinga […]

By |03.06.2008|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top