Í dag, laugardaginn 7. júní, fór fram hið árlega Rás2 Open á Leirdalsvellinum. Mótið er fyrir löngu orðið árlegur viðburður hjá GKG og er án efa eitt allra stærsta opna mót sumarsins, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og gæði verðlauna.
Það verður seint sagt að veðrið hafi leikið við kylfinga í dag, en allan daginn var mjög hvasst og mikil bleyta, og setti það sinn svip á mótið. Þrátt fyrir veðurskilyrðin var frábær mæting, en um 200 manns mættu og börðust hetjulega við veðrið. Úrslit er að finna hér að neðan.
Verðlaunaathöfnin var vel sótt en veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin, auk verðlauna fyrir 49. , 70. og næstsíðasta sæti. Veitt voru nándarverðlaun á öllum par 3 og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á tveimur holum. Síðan var gífurlegt magn verðlauna sem gengu út með útdrætti á skorkortum. Þeir sem unnu til verðlauna (önnur en með útdrætti) en gátu ekki vitjað þeirra í kvöld geta nálgast þau í ProShop GKG frá og með morgundeginum.
GKG og Rás2 vill þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir daginn og hlökkum við til að sjá ykkur að ári!
Smellið hér til að sjá úrslit mótsins
Smellið á „Lesa Meira“ til að sjá nándarverðlaunahafa og þá er áttu lengstu upphafshögg.