Forgjafarnefnd GKG hefur framkvæmt árlega endurskoðun forgjafar hjá öllum kylfingum í GKG.
Endurskoðun þessu er framkvæmd samkvæmt reglum um EGA forgjafarkerfið. Hægt er að nálgast þessar reglur á www.golf.is undir útgefið efni.
Við endurskoðun kom í ljós að í GKG voru 991 með skráða forgjöf en þar af voru 331 með óvirka forgjöf. Af þeim sem voru með virka forgjöf fengu 236 kylfingar leiðréttingu á forgjöfinni. 35 fengu hækkun en 201 lækkun.
Þeir sem eru með óvirka forgjöf þurfa að skila inn 3 gildum skorum til að forgjöf þeirra verði virk. Á það er minnt að nú geta kylfingar í forgjafarflokkum 3-5 (fgj. 11,5 og upp úr) skilað inn skorum eftir 9 holu hring. Kylfingar með óvirka forgjöf er heimil þátttaka, en geta ekki unnið til verðlauna í mótum sem GKG stendur fyrir.
Við birtum hér lista yfir þá kylfinga sem fengu leiðréttingu og eru þeir hvattir til að kynna sér nýju forgjöfina sína. Smellið á „Lesa meira“ til að sjá listann