Sími í rástímaskráningu
Vegna bilana í símkerfi er ekki hægt að ná sambandi við klúbbinn í síma.
Hægt er að hafa samband við rástímaskráningu í síma 897-7773. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Vegna bilana í símkerfi er ekki hægt að ná sambandi við klúbbinn í síma.
Hægt er að hafa samband við rástímaskráningu í síma 897-7773. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Í dag, laugardaginn 10. maí, opnaði GKG inn á umferð á sumargrín á Vífilsstaðavelli. Ákveðið hefur verið að gefa Leirdalshlutanum eina viku í viðbót til þess að jafna sig eftir veturinn og því er félagsmönnum bent á að fram til laugardagsins 17. maí gildir eftirfarandi kerfi á Vífilsstaðavelli.
Herrakvöldi GKG 2008, sem fara átti fram annað kvöld, hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku.
Í gær 6 maí var fyrri vinnudagurinn af tveim sem haldnir verða þetta árið. Góð mæting var þrátt fyrir dapurt veður framan af en um 25 manns mættu og tóku til hendinni.
Hreinsað var allt rusl á vallarsvæðinu og má nefna að það dugði til að fylla meðal […]
Eins og alltaf að vori þá hefur Guðmundur vallarstjóri skipulagt sjálfboðaliðadag áður en völlurinn opnar. Í ár eru þeir næstkomandi þriðjudag og miðvikudag milli klukkan 17-20.
Margt er að gera og hvetjum við því alla vaska félagsmenn sem vettlingi geta valdið að mæta og aðstoða við tiltekt á vellinum. Muna að klæða sig eftir veðri! Snarl er í boði að vinnu lokinni og eins og ávallt þá fá þeir sem mæta forgang á rástíma á opnardegi vallarins, sem er laugardagurinn 10. maí þetta árið.
Í mörg horn er að líta og hefur Guðmundur sett upp verkefnalista sem hægt er að sjá með því að smella á "Lesa meira" hér fyrir neðan.
Sjáumst öll hress og kát á vinnudögum 2008!
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á barnanámskeið GKG árið 2008. Námskeiðin hafa verið gífurlega vinsæl undanfarin ár og því ekki úr vegi að vera á snemma á ferðinni og skrá barn sem allra fyrst, því plássin eru fljót að fyllast.
Smellið hér til að sækja um
Smellið á "Lesa meira" til að fá allar upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðanna þetta árið.
Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn er hann var útnefndur kylfingur ársins 2008 í bandarísku Southland Conference háskóladeildinni, SLC. Hann er fyrsti kylfingurinn frá McNeese háskólanum sem hlýtur þessa útnefningu. Sigmundur hefur staðið sig frábærlega á háskólamótaröðinni í […]
Nú er búið að skipuleggja nýliðanámskeið GKG árið 2008. Námskeiðin eru ætluð nýjum GKG-félögum sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu og hafa ekki fengið fengið forgjöf. Aðrir nýjir félagar sem koma úr öðrum klúbbum og hafa forgjöf þurfa ekki að taka námskeiðið.
Kennslan verður með hefðbundnu sniði og […]
Guðmundur Árni Gunnarsson, vallarstjóri vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:
Þessa dagana er enn aðeins opið inn á vetrargrín á Mýrarvelli. Stranglega bannað er að leika völlinn á sumarteigum og sumarflötum. Getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir völlinn okkar ef þessu er ekki hlýtt.
Vallarstjóri
Starfsfólk og stjórn GKG vill minna alla félagsmenn á félagafundinn sem fram fer í skálanum annað kvöld (þriðjudagskvöld). Auglýsingu um efni fundarins má sjá hér neðar á síðunni.
Vegna margra áskoranna hefur fundinum verið frestað um hálftíma, til klukkan 20:30. Er […]