About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Afrekskylfingar GKG standa sig vel í mótum erlendis.

Athygli vekur í fréttum þessa dagana að afrekskylfingar GKG halda uppi merkjum íslenskra kylfinga á erlendri grund. Á meðan Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur okkar á Evrópumótaröðinni bíður eftir næstu verkefnum berast góðar fréttir frá Bandaríkjunum af þeim Sigmundi Einari Mássyni og Alfreð Brynjari Kristinssyni auk þess sem Guðjón Henning […]

By |25.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Sigmundur í öðru sæti eftir bráðabana

Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, lauk í gær sínu síðasta háskólamóti í Bandaríkjunum. Sigmundur, sem spilar fyrir McNeese State háskólann, hefur verið í miklu stuði að undanförnu og var þetta mót engin undantekning.

Sigmundur var í baráttunni alla þrjá hringina og hafði […]

By |17.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Sigmundur í eldlínunni

Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, er núna að spila á öðrum hring í sínu síðasta háskólamóti fyrir háskólann sinn McNeese State University.

Sigmundur spilaði fyrsta hringinn í gær og gekk þokkalega, hann var að slá vel með járnunum en átti erfitt með […]

By |15.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Sigmundur í stuði þessa dagana

Sigmundur Einar Másson, afrekskylfingur GKG, er að standa sig vel með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum þessa dagana. Sigmundur, sem er á sínu síðasta ári við McNeese State háskólann, gerði sér lítið fyrir og sigaðri Hal Sutton mótið sem fram fór í síðustu viku. Sigmundur […]

By |13.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Costa Ballena 2008 – Ferðasaga

Þriðja árið í röð fóru afreksunglingar í GKG í æfingaferð til útlanda, nú dagana 23. mars til 1. apríl. Má því fara að tala um árvissa ferð, en ferðin fyrir tveimur árum var fyrsta ferð afreksunglinganna utan. Sem nærri má geta er þetta frábær viðbót við afreksstarf unglinganna og þeim mikil hvatning.

Unglingahópurinn var skipaður 16 krökkum, 8 af hvoru kyni á 13. til 18. ári. Þá voru með tveir kylfingar úr afrekshópi karla, þótt hvorugur teljist við aldur. Kylfingunum til halds og trausts voru síðan þjálfarar klúbbsins Derrick Moore og Haraldur Þórðarson undir öruggri forystu íþróttastjórans Úlfars Jónssonar.

By |13.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Barnanámskeið GKG 2008

Nú er búið að stilla upp barnanámskeiðum GKG þetta árið og verða þau með svipuðu sniði og í fyrra. Skráning fer í námskeiðin fer fram hér á www.gkg.is og hefst hún í byrjun maí og verður betur auglýst þegar nær dregur.

Smellið á "Lesa meira" hér fyrir neðan til að sjá allar upplýsingar um barnanámskeiðin.

By |10.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Félagsskírteinin komin í hús

Golfklúbbnum barst ánægjuleg sending í lok síðustu vikur þegar spáný félagsskírteini og pokamerki komu með sendingu upp í golfskála.

Er nú verið að undirbúa sendingu þeirra til félagsmanna og mega þeir félagsmenn sem gert hafa upp félagsgjaldið fyrir árið 2008  því búast við að félagsskírteini og pokamerkin detti inn […]

By |07.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Alfreð Brynjar í 13. sæti í háskólamóti í USA

Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur GKG, var í eldlínunni um helgina þegar hann  tók þátt í háskólamótinu Carolina Sands Intercollegiate í Norður Carólinu  fyrir háskóla sinn St. Andrews Presbyterian College.

Leikið var á  Carolina Sands golfvellinum sem er þröngur skógarvöllur með  vatn við flestar […]

By |07.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Vorverkunum miðar vel

Nú þegar sumarið nálgast óðum er Guðmundur vallarstjóri og menn hans í óðaönn að sinna vorverkunum áður en völlurinn opnar.

Í ár hefur töluverður kraftur verið settur í umhverfi skálans og eru vallarstarfsmenn t.d. þessa dagana að ljúka því að stækka stéttina fyrir framan skálann myndarlega, en við það verður öll umgengni miklu þægilegri fyrir framan skálann og pláss til að geyma golfsettinn stóraukið.

Það sem kylfingar fagna eflaust mest er að nýtt og glæsileg æfingaflöt er alveg á lokastigi og verður gras sett á það við fyrsta tækifæri. Púttflötin verður öðruvísi uppsett en sú gamla og stækkar flöturinn sem kylfingar geta æft sig á töluvert svo fleiri geta æft sig í einu.

Auk þessara tveggja verkefna er margt smálegt í gangi sem gerir umhverfi skálans fallegra og betra, vefstjóri hefur verið á vappi fyrir fyrir utan skálann undanfarið og fylgist spenntur með breytingunum. Verða fréttir settar á gkg.is þegar líða tekur á vorið og breytingarnar taka á sig betri mynd.

Í dag var nokkrum myndum smellt af framkvæmdunum og hægt er að sjá þær með því að smella á "lesa meira" hér að neðan.

By |03.04.2008|Categories: Fréttir almennt|

Barnanámskeið GKG

Í sumar stendur GKG fyrir golfnámskeiðum fyrir börn eins og undanfarin ár.

Af gefnu tilefni viljum við benda áhugasömum á að skráning í þau hefst í byrjun maí og fer skráningin fram eins og áður hér á gkg.is.

Fyrirkomulag, tímasetningar og fleira verður betur auglýst […]

By |02.04.2008|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top