About johann

This author has not yet filled in any details.
So far johann has created 246 blog entries.

Hugleiðingar varðandi félagsgjöld og innheimtur

 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð til við sameiningu Golfklúbbs Kópavogs og Golfklúbbs Garðabæjar árið 1994. Á árunum sem á eftir fylgdu var unnið gríðarlega mikið og fórnfúst starf við það að halda GKG á lífi og allt kapp lagt á að auka tekjur til að standa straum af kostnaði við ört vaxandi klúbb og auknar kröfur um gæði og aðgengi. Þetta hefur oft á tíðum orðið til þess að ekki hefur verið framkvæmanlegt að halda að sér höndum varðandi útgjöld á móti. Mikið hefur verið um nýframkvæmdir og uppbyggingu sem hefur gert það að verkum að klúbburinn hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og er nú svo komið að GKG er annar stærsti golfklúbbur á Íslandi og leiðandi á ýmsum sviðum golfsins og má þar sérstaklega taka fyrir unglinga og barnastarf svo og aðgengi nýliða í íþróttina.

By |14.09.2006|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Ný heimasíða GKG

GKG hefur nú komið í loftið nýrri heimasíðu sem hugsuð var til þess að bæta enn frekar þjónustu við félagsmenn klúbbsins og ekki síður þjónustu við þá sem vilja afla sér upplýsinga um klúbbinn og golf almennt.

By |05.05.2006|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Æfingasvæði GKG

Í ljósi vangaveltna um framtíð æfingasvæðis GKG má vera alveg ljóst að til þess að GKG geti haldið sinni stöðu sem einn af stærstu og fjölmennustu golfklúbbum á Íslandi þarf að koma til boðleg aðstaða sem fylgir eftir þeirri öru þróun sem á sér stað í golfheiminum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning meðal kylfinga varðandi mikilvægi æfinga og þjálfunar. Ég vil meina að þetta sé lykilþátturinn í því að gera golfið að enn ákjósanlegri íþróttagrein en nú er og bjóði upp á möguleika til enn frekari landvinninga í keppnisgolfi.

By |29.04.2006|Categories: Fréttir, Uncategorized|

GKG opnar nýjan golfvöll í Kópavogi – Leirdalsvöllur

Fátt getur komið getur í veg fyrir að nýr glæsilegur golfvöllur verði opnaður á næsta ári. Leirdalsvöllur í Kópavogi sem er viðbót við 18 holu völl GKG á Vífilsstöðum í Garðabæ. Völlurinn sem er eins og nafnið gefur til kynna í Leirdal í Kópavogi liggur frá Hnoðraholti til austur upp Leirdal meðfram Salahverfi í Kópavogi og teygir sig allt upp í Kórahverfi. Völlurinn er í stórbrotnu umhverfi skógræktarsvæðis í hlíðum Rjúpnahæðar og á mjög faglegan hátt sniðinn inn í skógræktarsvæðið og að íbúabyggð í Salahverfi.

By |29.04.2006|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Gríðarleg uppbygging og framkvæmdir hjá GKG

Mikil hugur er í stjórnendum GKG og eru gríðarlega umfangsmiklar framkvæmdir í gangi á Vífilsstaðavelli nú í mesta skammdeginu. Verið er að setja niður sjálfvirkt vökvunarkerfi í allar flatir og við alla teiga vallarins. Áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda er tæpar 10 milljónir króna og er áætlað að öllum framkvæmdum vegna þessa verkefnis verði lokið fyrir opnun vallarins næsta vor.

By |29.04.2006|Categories: Fréttir, Uncategorized|
Go to Top