Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili, eru Íslandsmeistarar í golfi 2018. Þetta er fyrsti titill Guðrúnar en sá þriði hjá Axel.

Axel jafnaði mótsmetið á Íslandsmótinu á -12 samtals, en Þórður Rafn Gissurarson  (GR) lék á -12 árið 2015 á Akranesi.

Þau Guðrún og Axel eru systkinabörn og faðir Guðrúnar, Björgvin Sigurbergsson, er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi.

1. Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10)
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9)
4.-5. Kristján Þór Einarsson, GM (70-69-69-68) 276 högg (-4)
4.-5. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69-68) 276 högg (-4)
6.-7. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72-68) 278 högg (-2)
6.-7. Gísli Sveinbergsson GK -4 F 34 36 70 0 69 67 72 70 278 -2

„Ég var stressaður í dag og þetta var frábær lokadagur. Gríðarleg barátta og mikil keppni. Ég er ánægður að hafa sigrað hérna á frábærum keppnisvelli í Eyjum. Ég átti góðan kafla á 14. og 15. sem komu mér í gang og ég er þakklátur fyrir að hafa náð að vinna þetta stóra mót annað árið í röð,“ sagði Axel eftir hringinn í dag.

Guðrún Brá sigraði með yfiburðum og er þetta í fyrsta sinn sem Guðrún Brá sigrar á Íslandsmótinu í golfi. Keppni í karlaflokki var gríðarlega spennandi. Axel Bóasson jafnaði mótsmetið á -12 samtals eftir harða baráttu við

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72-71) 288 högg (+8)
2. Saga Traustadóttir, GR (72-76-79-72) 299 högg (+19)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75-83) 304 högg (+24)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70-82-76) 306 högg (+26)
5.-6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81-76-75) 307 högg (+27)
5.-6. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75-77-77) 307 högg (+27)
7. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65-85-78) 308 högg (+28)
8.-9. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80-78-75) 309 högg (+29)
8.-9. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74-72-79) 309 högg (+29)
10.-11. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80-78-76) 310 högg (+30)
10.-11. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75-70-86) 310 högg (+30)

„Það var gaman að enda þetta mót með því að vippa ofaní á lokaholunn,“ sagði Guðrún Brá við RÚV eftir hringinn í dag. „Þessi titill skiptir mig miklu máli fyrir framhaldið og vonandi eiga þeir eftir að verða fleiri. Ég er búinn að bíða töluvert lengi eftir þessum stóra titli og það er góð tilfinning að landa þessu,“ sagði Guðrún Brá en hún fetar þar með í fótspor föður síns Björgvins Sigurbergssonar, sem er fjórfaldur Íslandsmeistari. Björgvin er þjálfari Guðrúnar í dag.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með gangi mála frá Íslandsmótinu í Eyjum.

Heimild: golf.is