Bændaglíma GKG 2015
18. flötin opnuð og
Partý í nýja húsinu
Hin árlega Bændaglíma GKG fer fram næstkomandi laugardaginn 3. Október um er að ræða síðasta innanfélagmót ársins og það verður öllu tjaldað til. Bændur í ár eru engir aukvissar en það eru engir aðrir en Vernharð Þorleifsson betur þekktur sem Venni Páer og Þórhallur Sverrisson (Tóti draumur) þekktastur fyrir leik sinn í íslensku stórmyndinni Íslenski draumurinn. Þeir ætla að stýra mótinu og sínum liðum til sigurs. GKG hefur ákveðið að nota þetta einstaka tækifæri í samráði við Gumma vallarstjóra og opna inn á nýju 18. flötina. Einnig ætlar Siggi vert að sjá um matinn (lambakjöt og bernaise) sem borin verður fram í kjallara nýja skálans að leik loknum. Þannig að þetta verður veisla og gefur okkur félagsmönnum tækifæri á að sjá hvernig framtíðin mun líta út hjá okkur.
Fyrirkomulag
Mótsstjóri er Birgir Leifur Hafþórssonnar
4 manna texas scramble punktakeppni með fgj.
Tvö lið og sigurliðið er það sem er með flestu sameiginlegan punktafjölda, ef leikar enda jafnir þá fara bændur í shoot out á nýju best online casino 18. í keppni næstur holu.
Mæting kl 12. (Bændur kynntir, farið yfir leikskipulagið og dreigið í lið og á hvaða holu menn byrja).
Keppnin hefst kl 13. Ræst út á öllum teigum.
Veitt er verðlaun fyrir sigurliðið og einnig fyrir ráshóp sem er með flestu punktana.
Borðhald kl 18 í kjallaranum í nýja skálanum, Lambakjöt og bernaise að hætti Sigga.
Verð einungis 3.000 kr.(innifalið er matur eftir leik)
Skráning fer fram á golf.is athugið að það verður ræst út á öllum teigum.
Hlökkum til að sjá sem flesta en það verður takmarkaður fjöldi í boði eða 88 spilarar og ræst verður út af öllum teigum samtímis. Fyrstir koma fyrstir fá.
Aldurstakmark er 20 ára!!!
Með kveðju
Starfsfólk GKG
Áfram GKG !