Kæru félagsmenn,

Nú er komið að síðasta en alls ekki sísta golfmóti sumarsins hjá GKG. Bændaglíman verður haldin næsta laugardag, þann 6. október. Leikinn verður Vífilsstaða-scramble, þ.e. fjórir í liði. Þátttakendur verða allir ræstir út kl. 13:00 og er mæting í golfskála GKG um kl. 12:00. Veitingavagninn verður á fullri ferð um völlinn að sjá til þess að keppendur haldi hita. Eftir hring fer svo fram verðlaunaafhending og veisla að hætti Sigga veitingamanns. 

Bændur í ár verða heiðursmennirnir Einar Gunnar Guðmundsson og Jón Kristinn Baldursson. 

Verð fyrir herlegheitin eru 4.000 kr. Skráning fer fram á golf.is. Dregið verður í lið áður en hringur hefst en séu sérstakar óskir um liðsfélaga er hægt að senda póst á

gestur@gkg.is“>gestur@gkg.is

Við vonumst til þess að sjá sem flesta í þessu skemmtilega móti!

Við viljum einnig nota tækifærið til að benda á haustútsölu á skóm sem stendur nú yfir í golfbúðinni okkar. Ecco skórnir sem hafa verið til sölu í búðinni síðustu sumur eru nú á 20% lægra verði. Frábærir skór á frábæru verði.

Kær kveðja,

Starfsfólk GKG