Hin árlega Bændaglíma GKG fer fram næstkomandi laugardaginn 1. október um er að ræða síðasta innanfélagmót ársins og það verður öllu tjaldað til.  Bændur í ár eru engir aukvissar enda slógu þeir í gegn í fyrra,  Vernharð Þorleifsson betur þekktur sem Venni Páer og Þórhallur Sverrisson (Tóti draumur) þekktastur fyrir leik sinn í íslensku stórmyndinni Íslenski draumurinn.  Þeir ætla að stýra mótinu og sínum liðum til sigurs. Þau í Mulligan sjá um matinn (lambakjöt og bernaise).

Fyrirkomulag

4 manna texas scramble punktakeppni með fgj.

Tvö lið og sigurliðið er það sem er með flestu sameiginlegan punktafjölda,  ef leikar enda jafnir þá fara bændur í bráðabana.

Mæting kl 12.  (Bændur kynntir, farið yfir leikskipulagið og dregið í lið).

Keppnin hefst kl 13 og er ræst á öllum teigum samtímis.

Veitt eru verðlaun fyrir þann ráshóp sem er með flestu punktana, auk þess verður lengsta upphafshöggið á 12. bæði fyrir konur og karla, nándarverðaun verða á öllum par 3 holum … og rúsínan í pylsuendanum (lesist pulsuendanum) er vipp keppni við 10. teig, þeir sem hitta fara í pott og sá sem er dreginn út fær Evrópuferð með Icelandair.

Borðhald kl 18 í nýja skálanum, Lambakjöt og bernaise að hætti Mulligan.

Verð einungis 3.500 kr á mann (matur innifalinn í verðinu).

Skráning fer fram á golf.is athugið að liðin skipast eftir því hverjir skrá sig saman á rástíma.

Hlökkum til að sjá sem flesta en það verður síðast var fullt eða 88 spilarar, nú gefum við í og stefnum á 100 aðila. Fyrstir koma fyrstir fá.

Aldurstakmark er 20 ára!!!

Áfram GKG !