Kæru félagar,

í dag ræðst hverjir verða Íslandsmeistarar unglinga. Við tökum skorin á holum 3, 9, 12 og 16. Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að smella hér. Að auki verður bein útsending á SportTV af 17. Holunni og er hægt að fylgjast með henni með því að smella hér.

Allt framangreint verður á upplýsingaskjám í Íþróttamiðstöð GKG. Endilega kíkja á okkur og upplifa það besta í íslensku unglingagolfi … innáhögginn þeirra á 18. holuna eru engu síðri en þeirra bestu … enda er framtíðin björt hvað golfið varðar.

Fyrstu kylfingarnir nálgast 17. holuna í kringum 11:30. Við höfum raðað saman úrslitahollum pilta og stúlkna og má búast við þeim niður á 17. Holu á neðangreindum tímum. Eins og sjá má er um gríðarlega keppni að ræða í öllum flokkum nema hugsanlega í flokki stúlkna 17 til 18 ára en hún Saga Traustadóttir úr GR er að spila frábært golf, kom inn í gær á -1 og er samtals að spila á einum yfir pari.

Við GKG-ingar erum með 6 keppendur í toppbaráttunni og getum verið stolt af því. Vonandi tekst einhverjum þeirra að landa Íslandsmeistaratitli í dag.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar GKG

úrslit fyrir lokahring