Það er gaman að fylgjast með ungu efnilegu kylfingunum okkar sem hafa verið dugleg að taka þatt í mótum erlendis að undanförnu.
Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason tóku þátt í móti á Global Junior Golf mótaröðinni sem lauk 11. janúar. Þeir kepptu í flokki 14 ára og yngri en mótið fór fram á Villa Padierna Golfclub (Alferini Golf Course) ekki langt frá Marbella á Spáni.
Benjamín Snær náði frábærum árangri og hafnaði i öðru sæti eftir erfiðan fyrsta hring. En svo setti hann í gírinn og lék á 77 og 76.
Arnar Heimir og Stefán Jökull höfnuðu í 6. og 7. sæti í U14 flokknum.
Arnar Daði keppti í flokki U18 og hafnaði í 7. sæti á 77 – 75 – 75.
Parið á Alferini vellinum er 73 og þykir mjög krefjandi enda mikið af trjám og vítasvæðum.
Það er mjög dýrmætt fyrir metnaðarfulla kylfinga að afla sér reynslu með því að keppa við erlenda jafnaldra sína við frábærar aðstæður.
Til hamingju með flottan árangur!