Stjórn GSÍ samþykkti á dögunum tillögu dómaranefndar að Bergsveinn Þórarinsson fengi alþjóðleg réttindi.
Dómarar með alþjóðleg réttindi (R&A referee eða alþjóðadómarar) eru allir þeir landsdómarar sem lokið hafa dómaraprófi frá R&A í samræmi við kröfur þeirra.
Dómaranefnd skal gera tillögu til stjórnar GSÍ um þá landsdómara sem teljast hafa nægjanlega kunnáttu og reynslu til að þreyta próf á vegum R&A og ákveður stjórn GSÍ hvort þá skuli senda utan til þess að þreyta prófið.
Alþjóðadómari hefur réttindi til að dæma í öllum innlendum mótum á vegum golfklúbba og GSÍ auk alþjóðlegra móta sem kunna að vera haldin hér á landi.
Við óskum Bergsveini til hamingju með gráðuna og er hann nú einn af þremur alþjóðlegum dómurum hjá GKG en hinir eru Kjartan Bjarnason og Sæmundur Melstað.