Birgir Leifur hóf leik í dag á 2. stigi úrtökumóts (Qualifying school) fyrir evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour) á næsta ári, en ef hann kemst áfram í 3. og lokastigið þá getur hann tryggt sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðina, en til að ná því þarf hann að enda meðal 15-20 efstu á 2. stigi og meðal 30 efstu á lokastiginu. 

Samkeppnin er hörð um hvert laust sæti, en við vitum að Birgir Leifur hefur alla burði til að leika á mótaröð þeirra bestu. Við félagar hans í GKG sendum honum bestu baráttukveðjur!

Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að smella hér.