Birgir Leifur lauk núna öðrum hring fyrir skömmu á Opna austurríska mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni í golfi. Birgir Leifur lék frábært golf og kom í hús á 69 höggum, sem skilar honum í 27. sæti eins og staðan er núna. Hann er því öruggur í gegnum fækkunina eftir tvo hringi og verður spennandi að fylgjast með okkar manni leika um helgina. Þetta er mikið afrek hjá Birgi Leifi sem náði ekki að leika æfingahring, og hefur að auki verið að glíma við flensu undanfarna daga. Eftir 8 holur í mótinu var hann á 5 höggum yfir pari, en hefur leikið seinustu 28 holur á 7 höggum undir pari. Meðal keppenda er m.a. sigurvegarinn á US Open, Norður-Írinn Graeme McDowell.
Skor keppenda í mótinu má sjá hér.
Baráttukveðjur til Birgis Leifs!