Birgir Leifur lék þriðja hringinn á Austrian Open mótinu í dag á 69 höggum (-3) og lyfti sér upp í 23. sæti eins og staðan er núna, á 5 höggum undir pari. Þetta er frábær frammistaða og óskandi að svipað skor náist aftur á morgun í lokahringnum. Birgir Leifur fékk skolla á fyrstu tvær brautirnar en setti síðan í gírinn og fékk 6 fugla eftir það, m.a. á seinustu brautinni. Einn skolli kom í millitíðinni, á 8. braut. Hægt er fylgjast með mótinu og skoða skorkortið hjá Birgi hér.

Besta skorið eftir þrjá hringi er -13, en bandaríski meistarinn Graeme McDowell er á -11. Til gamans þá er Spánverjinn og liðsmaður evrópska Ryder liðsins, Miguel Angel Jimenez, aðeins einu höggi betri en Birgir Leifur.